Offita: Er lausnin aðgerðir og lyf? Fræðslukvöld FFO-fyrir fagfólk

Félag fagfólks um offitu (FFO) býður til fræðslukvölds fyrir fagfólk um stöðu efnaskiptaaðgerða og lyfjameðferðar við offitu. Farið verður m.a. inn á mikilvæga þætti í undirbúningi og eftirfylgni á vegum heilbrigðisstarfsfólks.
Einnig verður kynning á stöðu offitu meðal barna og tölulegar upplýsingar um fjölda framkvæmdra aðgerða og ávísuna lyfja hérlendis.
Kynning verður á nýstofnuðum Samtökum fólks með offitu (SFO). Markmið samtakanna er að koma af stað vitundarvakningu um offitu og auka fræðslu og réttindagæslu.

Staðsetning salur Læknafélags Íslands Hlíðasmára 8
2. maí milli 19:30 og 21:30.

Frítt er fyrir félagsmenn FFO en 2.000 kr. fyrir aðra (fá aðgang að félaginu það sem eftir er af starfsárinu).

Sjá facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/1683526722114935/?ref=newsfeed

Previous
Previous

Aðalfundur FFO 2023

Next
Next

Áhrif þarmaflóru á líkamsþyngd, efnaskipti og langvinnar bólgur