Um okkur

Félag fagfólks um offitu var stofnað árið 2002. Fjöldi félagsmanna er nú um 110. Hvatinn að stofnun félagsins er hratt vaxandi offituvandi og þörf fyrir vettvang til að fjalla um rannsóknir og úrræði til þess að sporna við þeirri þróun.

 
 

Tilgangur með stofnum félagsins:

  • Rannsóknir: Stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á offituvandamálum á Íslandi, svo sem faraldsfræði, eðli og orsökum, afleiðingum, forvörnum og meðferð.

  • Forvarnir: Efla forvarnir gegn offitu, meðal annars með fræðslu og stuðningi við þá sem að forvörnum starfa.

  • Alþjóðleg tengsl: Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði offitu.

  • Fræðsla: Miðla þekkingu um tengsl offitu og annarra sjúkdóma og offitumeðferð meðal fagfólks og almennings.

  • Ráðgjöf: Félagið eða nefndir þess geta verið ráðgjafandi fyrir stjórnvöld og aðra opinbera aðila um málefni sem snerta forvarnir gegn offitu og meðferð.

  • Meðferð: Stuðla að bættri meðferð við offitu.